Miðvikudagur, 27. október 2010
600 leituðu aðstoðar Mæðrastyrksnefndar í dag
Tjaldi var slegið upp fyrir framan Mæðrastyrksnefnd í dag til að halda hita á fólki meðan það beið í röð eftir matarúthlutun. Fjöldi, þeirra sem þurfa mataraðstoð frá Mæðrastyrksnefnd, hefur tvöfaldast á örfáum mánuðum. Um 600 manns leituðu sér aðstoðar hjá nefndinni í dag.
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir þá sem leita sér aðstoðar vera úr ýmsum þjóðfélagshópum; aldraða, einstæða foreldra, öryrkja og fólk sem þurfi að sjá fyrir stórum fjölskyldum.(ruv.is)
Það er áhyggjuefni hvað margir leita orðið aðstoðar hjálparstofnana til þess að fá matvælaaðstoð.Stjórnvöld verða að bregðast við.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.