Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Hvers vegna tapar ríkisstjórnin fylgi?
Hvers vegna tapar ríkisstjórnin miklu fylgi í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup? Skýringarnar eru nokkrar.Stærsta orsökin er stórfelldur niðurskurður á framlögum til heilbrigðismála í fjárlagafrumvarpinu.Það voru mistök að leggja slíkar tillögur fram.Aðrar skýringar eru þessar: Mikil óánægja með skuldavanda heimilanna. Fólki finnst sem ríkisstjórnin hafi ekki komið með nægilega góð úrræði til lausnar á þessum mikla vanda.Ríkisstjórnin hefur skert kjör aldraðra og gefið var til kynna,að þar kynni að verða framhald á. Það eru einnig mistök.Mörgum finnst einnig,að of lítið sé gert til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang.
Ríkisstjórnin tók við erfiðara búi en nokkur önnur ríkisstjórn.Hér varð efnahagshrun,bankahrun sem Sjálfstæðiflokkurinn og Framsókn bera stærstu ábyrgð á.Það kom í hlut Samfylkingar og VG að hreinsa til eftir Sjálfstæðisflokk og Framsókn og reyna að rétta þjóðfélagið við. Það er erfitt verkefni.Það þarf skattahækkanir og niðurskurð til þess að loka fjárlagagatinu og koma á jafnvægi í ríkisfjármálum.Björgunaraðgerðir eru farnar að skila árangri en björgunarstarfinu er ekki lokið. Almenningi hættir til þess að kenna björgunarliðinu um en ekki þeim sem komu okkur í þennan vanda.Það mundi engan vanda leysa að skipta um ríkisstjórn núna. Stjórnin verður að ljúka sínu verki og leggja störf sín í dóm þjóðarinnar í lok kjörtímabils.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.