Ekki eru allar tillögur Sjálfstæðisflokksins óraunhæfar

Tillögur Sjálfstæðisflokksins,sem þingflokkurinn kynnti í gær,hafa vakið athygli. Margar af tillögunum eru eins og óskalisti en nokkrar tillögur eru athygli verðar. Tillagan um að draga til baka skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á næstu 2 árum er óraunhæf. Væri það gert mundi ríkishallinn aukast og vaxtagjöld ríkisins stórhækka. Ég get stutt tillöguna um að auka þorskaflann um 35 þús. tonn.Sú tillaga er góð.Dæmi um " óskalista" er þessi tillaga:Framkvæmdir við álver í Helguvík verði hafnar.Þetta er góð ósk en það er ekki í valdi ríkisstjórnarinnar að ákveða að framkvæmdir þarna skuli hafnar. Það stendur á orku og það er á valdi sveitarfélaga og HS Orku að sjá til þess að næg orka verði. Auk þess er ekki vitað hvort fjármögnun er tryggð.Margar ágætar tillögur er á lista Sjálfstæðisflokksins yfir aðgerðir til þess að leysa skuldavanda heimilanna. Sumar hafa þegar verið framkvæmdar. Aðrar eru í athugun hjá stjórnvöldum. Væntanlega hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt þessar tillögur fram í samráðsnefnd ríkisstjórnar,stjórnarandstöðu og  samtaka um skuldavanda heimilanna. Þar eru allar tillögur teknar til meðferðar og reiknaðar út af sérfræðingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband