Gengi krónunnar styrkist talsvert

Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast í morgun og stendur gengisvísitalan í 204,5 stigum í augnablikinu. Þetta er gengisstyrking upp á 0,6% frá því í gærdag. Hinsvegar ætti gengið að standa í stað eða jafnvel veikjast eins og málum er háttað.

Hér má í fyrsta lagi nefna að í dag er þriðjudagur en þá kaupir Seðlabankinn 1,5 milljónir evra á millibankamarkaðinum. Slíkt hefur bankinn gert á hverjum þriðjudegi frá því að hann hóf þessi gjaldeyriskaup sín í ágúst s.l.

Í öðru lagi má ætla að töluverð eftirspurn sé eftir gjaldeyri þessa daganna þar sem kaupmenn eru væntanlega að greiða fyrir innflutning sinn á jólavörum fyrir komandi jólaverslun í þessum mánuði og þeim næsta. Meiri eftirspurn þýðir jú hærra verð fyrir gjaldeyrinn.

Októbermánuður var daufur á millibankamarkaðinum með gjaldeyri m.v. sama mánuð í fyrra. Í október í ár nam veltan rúmlega 2 milljörðum kr, en í fyrra nam hún rúmum 6 milljörðum kr. Þess ber að geta að Seðlabankinn beitti inngripum á markaðinn í fyrra upp á um 1,5 milljarð kr.

Þá hefur hlutfall kaupa Seðlabankans í október minnkað nokkum frá fyrra mánuði. Seðlabankinn keypti fyrir rúmlega 900 milljónir kr. eða um 45% af heildarveltunni. Í september var hlutfallið hinsvegar tæp 53% af veltunni.(ruv.is)

Það eru góðar fréttir að krónan skuli styrkjast.Sterkari króna lækkar innfluttar vörur í verði og hjálpar til í baráttunni við verðbólguna.

 

Björgvin Guðmundsson



Í

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband