Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Jóhanna hefur áhyggjur af miklum stuðningi við mótmæli
Forsætisráðherra segir að erfið fjárlög útskýri minnkandi stuðning við ríkisstjórnina, en hann mælist aðeins 30 prósent. Forsætisráðherra segist hafa meiri áhyggjur af miklum stuðningi við mótmælaaðgerðir enda vinni þjóðin sig ekki úr kreppunni nema með jákvæðu hugarfari.
Ríkisstjórnin hefur aðeins stuðning 30 prósent atkvæðisbærra manna, samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Fjórðungur þeirra sem studdi ríkisstjórninna hefur nú snúið við henni baki. Fylgi Samfylkingarinnar hefur ekki mælst minna í níu ár og mælist nú átján prósent en mældist 30 prósent í síðustu þingkosningum. Fyrir mánuði mældist fylgi ríkisstjórnarinnar fjörutíu prósent og hefur nú fallið um tíu prósentustig.
Könnun Capacent Gallup sýndi einnig að 73 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt mótmælaaðgerðum sem hafa farið fram að undanförnu.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að þessi laki stuðningur við ríkisstjórnina í könnuninni hafi ekki komið sér sérstaklega á óvart. Við erum í mjög miklum erfiðleikum núna sem við erum að takast á við, ekki síst fjárlögin. Ég hygg að engin ríkisstjórn hafi farið í gegnum eins erfið fjárlög og við erum að gera núna, sem taka mjög á og eru mjög sársaukafull. Við erum að reyna að milda ýmsar aðgerðir á sviði heilbrigðismála og vonandi tekst okkur það. Við erum í miklum erfiðleikum með hluta heimilanna sem ekki geta nýtt sér þær aðgerðir sem við höfum lagt fram og það er mikil reiði í samfélaginu. Ég hef satt að segja miklu meiri áhyggjur af því sem kom fram í könnuninni að 73 prósent séu hlynnt mótmælaaðgerðum. Af því ber okkur öllum að hafa áhyggjur, því ef við ætlum að vinna okkur út úr þessari kreppu þá gerum við það ekki nema með jákvæðu hugarfari. Neikvæð orka drepur allt niður ef menn eru í þeim stellingum, að því er varðar mótmælin. Við eigum að reyna að sýna samstöðu til þess að reyna að vinna okkur út úr vandanum," segir Jóhanna.(visir.is)
Jóhanna hefur mikið til síns máls í þessu efni.Hinn mikli stuðningur við mótmæli er vissulega áhyggjuefni.Ástæðan er mikil reiði og óánægja í þjóðfélaginu,aðallega vegna þess,að mönnum finnst,að ekki sé komin fullnægjandi lausn á skuldavanda heimilanna.Á morgun eða hinn koma væntanlega tillögur um lausn vandans.
Björgvin Guðmundsson
- +
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.