Þriðjudagur, 2. nóvember 2010
Stoltenberg: Ísland vinnur sig hratt út úr kreppunni
Um átta hundrað manns sitja nú 62. þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Yfirskrift þingsins sem stendur fram á fimmtudag er "Grænn hagvöxtur - leiðin út úr kreppunni". Forsætisráðherrar Norðurlandanna sátu leiðtogafund í morgun og ræddu að honum loknum við fjölmarga blaðamenn sem hingað eru komnir.
Þrír karlar og tvær konur skipa nú hópinn en á þingi Norðurlandaráðs fyrir tveimur árum gegndu Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Fredrik Rheinfeldt, forsætisráðherra Svíðþjóðar einnig þeim embættum sem þeir gegna nú. Þá var bankakreppan nýskollin á hér á landi. Þeir sögðu báðir að Ísland væri á réttri leið.
,,Þið hafið ekki leyst úr öllu en eruð á réttri leið. Við höfum orðið vitni að mikilli framför," sagði Stoltenberg. Reinfeldt talaði á svipuðum nótum. ,,Það var mikilvægt að norðurlöndin réttu Íslandi hjálparhönd við erfiðar aðstæður en ég deili þeirri skoðun að íslendingar búi yfir efnahagslegum styrk og hafi rétt hratt úr kútnum."(ruv.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.