Miðvikudagur, 3. nóvember 2010
Tekjur (skattar) hins opinbera 40,9% af landsframleiðslu sl. ár en 48% 2006
Út eru komin Hagtíðindi í efnisflokknum þjóðhagsreikningar um tekjur hins opinbera, þ.e. ríkis, sveitarfélaga og almannatrygginga. Meginmarkmið ritsins er að gefa yfirlit um umfang og þróun tekna hins opinbera á árunum 1998-2009.
Lögð er áhersla á þróun helstu tekjustofna hins opinbera með tilliti til fjárhæða, hlutfalla og vaxtar að raungildi. Þá er stuttlega fjallað um tekjuþróunina frá árinu 1980. Að lokum er að finna stuttan samanburð á tekjum hins opinbera milli landa og umfjöllun um samstarfið við Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat.
Af helstu niðurstöðum má nefna að frá árinu 1980 hafa tekjur hins opinbera vaxið úr 35,4% af landsframleiðslu í 48,0% árið 2006 er þær reyndust hæstar á þennan mælikvarða, en árið 2009 námu þær 40,9% af landsframleiðslu eða svipað og árið 1998. Tekjur ríkissjóðs hafa þróast með svipuðum hætti eða úr 28,3% af landsframleiðslu árið 1980 í 35,3% árið 2006 en fóru niður í 29,5% árið 2009.
Tekjur sveitarfélaga hafa hins vegar aukist hlutfallslega mest á þessu tímabili eða úr 7,2% af landsframleiðslu 1980 í 12,6% árið 2009. Munar þar miklu um yfirtöku verkefna frá ríkissjóði en einnig hefur þjónusta þeirra vaxið jafnt og þétt. Hæstar mældust þær 14,2% af landsframleiðslu árið 2007. Vöxtur tekna almannatrygginga er aftur á móti minni, en þær námu 7,2% af landsframleiðslu 1980, 7,6% árið 2008 og 8,9% árið 2009.
Stökkið milli 2008 og 2009 skýrist af auknu atvinnuleysi og hlut almannatrygginga í fjármögnun S-lyfja sjúkrahúsanna. Á föstu verðlagi voru tekjur hins opinbera 1.924 þúsund krónur á mann árið 2009 en 1.075 þúsund krónur árið 1980 og er raunvöxturinn 79%. Hæstar mældust tekjurnar árið 2007 eða 2.441 þúsund krónur á mann.
Tekjuflokkun hins opinbera byggist í megindráttum á staðli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá árinu 2001 um fjármál hins opinbera, en samkvæmt þeim staðli skiptast tekjur hins opinbera í fjóra meginflokka, þ.e. skatttekjur, tryggingagjöld, fjárframlög og aðrar tekjur.
Skatttekjur eru langumfangsmesti tekjuflokkur hins opinbera, en umfang hans hefur þó lækkað talsvert síðustu tvö árin eða úr 78,6% árið 2007 í 73,9% árið 2009. Hæstar voru skatttekjurnar sem hlutfall af landsframleiðslu árið 2006 eða 38,1%, en árið 2009 námu þær 30,7% sem er lítið eitt lægra hlutfall en árið 1998. Hlutdeild tryggingagjalda í tekjum hins opinbera hefur aftur á móti haldist nokkuð stöðugt síðasta áratuginn og verið á bilinu 6-7% eða um 3% af landsframleiðslu.
Fjárframlög til hins opinbera frá alþjóðastofnunum hafa verið óveruleg eða um 0,1% af landsframleiðslu. Að síðustu skiluðu aðrar tekjur hinu opinbera um 19% tekna þess árið 2009, en þar af hefur hlutdeild eignatekna farið vaxandi síðustu ár, en hlutur sölutekna af vöru og þjónustu hefur hins vegar verið mun stöðugri á umræddu tímabili.(vvisir.is)
Framangreindar tölur leiða í ljós,að það er ekki rétt,sem stjórnarandstaðan hefur haldið fram,að skattar hafi verið hæstir í tíð núverandi stjórnar. Þeir voru hæstir í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 2006.
Björgvin Guðmundsson
Skoða fréttir: Veldu dagsetningu Allir dagar 32Í dag2. nóvember 20101. nóvember 201031. október 201030. október 201029. október 201028. október 201027. október 201026. október 201025. október 201024. október 201023. október 201022. október 201021. október 201020. október 201019. október 201018. október 201017. október 201016. október 201015. október 201014. október 201013. október 201012. október 201011. október 201010. október 20109. október 20108. október 20107. október 20106. október 20105. október 20104. október 20103. október 2010
Veldu leitarvél
- Visir
- Google
- Fréttablaðið
- Yahoo
- Wikipedia
- já.is
- YouTube
- Facebook
Fréttablaðið
Skoðun
Sýndarmennska um sáttanefnd?
Stöð2
Skoðun
Varla, því miður
Veður
- Sími 512 5000
- Hafðu samband
- Starfsfólk
- Umferð
- Veftré
- Auglýsingar
- 365 Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Sími: 512 5000
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.