Miðvikudagur, 1. desember 2010
Óheimilt að ganga í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna sjúkrastofnana almennt
Í viðtali við Önnu Sigrúnu Baldursdóttur,aðstoðarmann Guðbjarts Hannessonar,ráðherra, í Mbl. í dag kemur fram,að milda eigi niðurskurð í heilbrigðisstofnunum um 1700 millj. kr. og að sækja eigi milljónirnar 1700 m.a. í framkvæmdasjóð aldraðra.Ef þetta er rétt þá er það algert lögbrot.Það er algerlega óheimilt að verja fjármunum úr framkvæmdasjóðnum til sjúkrastofnana almennt.Ekkert ákvæði í lögunum um málefni aldraðra heimilar það. Þess vegna vænti ég þess,að fallið verði frá þessum ráðagerðum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.