Fimmtudagur, 2. desember 2010
Laun aldraðra fryst- laun annarra hækkuð!
Ríkisstjórnin leggur til í frumvarpi til fjárlaga,að laun aldraðra og öryrkja verði fryst næsta ár en á sama tíma hafa laun láglaunafólks verið að hækka og í undirbúningi eru nýir kjarasamningar allra launþega,sem fela munu í sér launahækkanir.Frá ársbyrjun 2009 hefur kaup láglaunafólks hækkað um 16% en aldraðir hafa ekki fengið neina hækkun frá þessum tíma.Þetta er óviðunandi misrétti.Bætur aldraðra eru nú 153 þús. fyrir skatt hjá þeim eldri borgurum,sem búa með öðrum og ekki hafa neinar aðrar tekjur en frá TR. Þetta eru smánarbætur og engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari upphæð.Þetta verður að leiðrétta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.