Steingrímur J.og Katrín hvetja fylgismenn VG til þess að segja já um Icesave

Steingrímur J.Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir skrifa:Lee Buchheit, ráðgjafi stjórnvalda um Icesave, gerir ráð fyrir að mögulegar eftirstöðvar,   verði um 32 milljarðar kr. Þann viðráðanlega kostnað er að okkar mati mun betra að axla samanborið við það að ljúka ekki málinu og tefja frekari framgang íslensks efnahagslífs.

Kosningarnar snúast um það hvort ásættanlegt sé að ljúka nú loks þessu máli með hagstæðum samningum eða að öllum líkindum missa forræði á því til dómstóla og bíða niðurstöðu með tilheyrandi töfum, óvissu og áhættu.

Að lokum skrifa þau: „Það er sannfæring okkar að með því að kjósa JÁ þann 9. apríl séum við að lágmarka skaðann í þessu sorglega máli eins og kostur er. Með því að kjósa NEI verður óvissan framlengd og mikil áhætta tekin.

Í því ástandi sem við búum enn við og í ljósi þess hversu endurreisnin er brýn, ekki síst til að við getum einbeitt okkar að því að ná niður atvinnuleysinu, er JÁ mun skynsamlegri kostur.“

Eins og fyrr segir verður kosið um Icesave á næsta laugardag. Skoðanakannanir benda til þess að þjóðin sé klofin í málinu.

Ég er sammála Steingrími og Katrínu.Það er betra að segja já 9.apríl.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband