Sunnudagur, 3. apríl 2011
ASÍ vill rúml. 200 þús.kr.lágmarkslaun
Kaup og kjör voru meginfundarefni dagsins hjá samningamönnum Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Samningamenn segja of snemmt að segja til um í smáatriðum hvaða launaramma sé rætt um en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir markmið viðræðnanna að auka kaupmátt og hækka lægstu laun.
Það liggur auðvitað ljóst fyrir hverjar hafa til dæmis verið starfsgreinasambandsins og við höfum svona reynt að vinna eftir því að nálgast það að lágmarks tekjutrygging verði í kringum 200 þúsund í lok samningstímans, segir Gylfi. Það sé þó ekki í höfn.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að kaupmáttur á íslandi vaxi fyrst og fremst í gegnum vinnu. Allt sem við gerum varðandi launaþáttinn getur aldrei skilað nema broti af þeim kaupmætti sem kemur með vinnunni, segir hann.
Fyrr í dag hittu fulltrúarnir embættismenn, þar sem kynntar voru athugasemdir við yfirlýsingu stjórnvalda sem átti að liðka fyrir langtíma kjarasamningum. Samningamenn binda enn vonir við að lokahrina samningaviðræðanna hefjist á morgun og að samið verði fyrir vikulok. En til að svo megi verða þurfa stjórnvöld að svara athugasemdum aðila vinnumarkaðarins og SA krefst þess enn að fá skýrari mynd af fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Það getur margt komið inn í þessa mynd til þess að stoppa hlutina eða tefja þá. Við erum að vinna á þeim forsendum að við náum saman bæði innbyrðis og eins við ríkisstjórnina, segir Vilhjálmur.(ruv,is)
Mér finnst rúm 200 þús. fulllágt.Það væri ef til vill í lagi eftir skatta en fyrir skatta er það of lágt enda kom það vel í ljós þegar neysluviðmið voru birt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.