Sunnudagur, 3. apríl 2011
Fylgi flokkanna breytist lítið
Gallup spurði rösklega 4.900 manns á landinu öllu um stuðning við flokka og ríkisstjórn. 35,8 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn sem er nánast sama fylgi og í febrúar, en tólf prósentustigum meira en í síðustu kosningum. Samfylkingin er með 22,4 prósenta fylgi (24 % í feb.), var með tæp 30 prósent þegar kosið var. Vinstri Græn eru með 16,9 prósenta fylgi, voru með 22 prósent atkvæða í kosningum og Framsókn er með 13,6 prósenta fylgi, nánast það sama og í febrúar en aðeins minna en þegar kosið var. Fylgi Hreyfingarinnar mælist 4,9 prósent og hefur verið á því róli að undanförnu.
Stuðningur við ríkisstjórnina dalar um tvö prósentustig milli mánaða. Hún nýtur stuðnings 35 prósent kjósenda samkvæmt könnun Gallups.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.