Skógarþrösturinn er kominn

Fyrsti skúmur vorsins kom á dögunum norður að Víkingavatnsreka í Kelduhverfi. Fyrsti skógarþrösturinn á þessu vori er líka kominn þangað. Grágæsir eru farnar að sýna sig fyrir austan. Sílamávar og urmull Tjalda gleðja nú Akureyringa og nokkrar heiðlóur eru komnar á Álftanesi.

Svo hafa fágætari gestir sýnt sig undanfarna daga. Tveir gráhegrar í Kelduhverfi, við Húsavík eru á sveimi og sundi; æðarkóngar, æðardrottningar, silkitoppur gráþrestir og svartþrestir. Gráþrestir eru líka á Akureyri.


Náttúruunanndi á leið frá Borgarfirði, sá þess ýmis merki að vorið væri á næsta leiti.  Norðan Vatnsskarðs glumdi tófugagg í klettum og fýll sveimaði yfir Selfljóti, þar sem urriðinn bylti sér í yfirborðinu. Grágæsir voru komnar sunnan úr heitu löndunum, með frænkum sínum álftunum og fóru með vængjaþyt yfir Eyjarnar. Á miðjum malbikuðum veginum þar voru tveir refir, hvít tófa og mórauður steggur að að búa sig til ástaleiks, en ákváðu að hinkra við og skondruðu út fyrir veg og til að dyljast í kjarrmóum Blárinnar. Rjúpur voru þarna líka, enn alhvítar og ekki farnar að skipta litum, þótt vorleikir væru hafnir allt um kring.(ruv.is)

Það er gaman,að heyra að  fyrstu vorboðarnir séu komnir. Fuglarnir koma  með vorið.Vonandi kemur ekkert bakaslag í vorið.Það má sleppa páskahretinu þetta árið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband