Mánudagur, 4. apríl 2011
Hagvöxtur 2,3% á þessu ári
Vöxtur landsframleiðslu verður 2,3% 2011 og 2,9% 2012. Einkaneysla og fjárfesting aukast á sama tíma, en samneysla heldur áfram að dragast saman. Gert er ráð fyrir að aukning fjárfestinga og einkaneyslu leiði til vaxtar í landsframleiðslu frá 2011 og út spátímann þrátt fyrir mikinn samdrátt í samneyslu árin 2011 og 2012. Talsverður afgangur verður af vöru- og þjónustuviðskiptum, enda er ekki gert ráð fyrir að gengið styrkist mikið á spátímanum (Hagvöxtur)
Sl. 2 ár hefur landsframleiðslan dregist saman um 10%.Botni kreppunnar hefur verið náð og hagvöxtur framundan þó hann sé ekki mikill.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.