Mánudagur, 6. júní 2011
Aldraðir:Lágmarksframfærslutrygging á að hækka meira
Velferðarráðuneytið tilkynnti í dag hækkun bóta almannatrygginga vegna nýgerðra kjarasamninga.Ráðuneytið segir,að lífeyrir þeirra lægst launuðu meðal eldri borgara (lágmarksframfærslutrygging) muni hækka um 12000 kr.á mánuði frá 1.júní. Við það hækki sá lífeyrir í 196.140 kr.á mánuði.(Gildir fyrir þá,sem búa einir og hafa engar tekjur aðrar en frá TR.)Lágmarkstekjur launafólks hækkuðu samkvæmt nýgerðum kjarasamningum um 17000 kr. á mánuði eða um 10%.Þar er um þá lægst launuðu meðal launafólks að ræða.Ég tel því að lágmarksframfærslutrygging aldraðra og öryrkja eigi að hækka um sama hundraðshluta eða um 10%Það þýðir,að lágmarksframfærslutryggingin,184 þús. kr. á mánuði eins og hún er í dag mundi hækka um 18.400 kr. á mánuði. Hér vantar 6400 kr. á mánuði.Ráðuneytið virðist miða við krónutöluhækkun á taxta,sem ASÍ samdi um en miðar ekki við lágmarkstekjur.Ég tel hins vegar að miða eigi við lágmarkstekjur launþega þegar ákveðið er hvað lágmarksframfærslutrygging lífeyrisþega á að breytast mikið.Ég mun síðar fjalla um breytingu annarra bóta.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.