Þriðjudagur, 27. september 2011
Jóhanna óánægð með Samtök atvinnulífsins
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vera sár og svekkt yfir svartagalssrausi Samtaka atvinnulífsins. Það sé atvinnulífsins að sjá til þess að hjól atvinnulífsins snúist. Samtökin kenni ríkisstjórninni um allt sem aflaga fer án þess að þeir leggi nokkuð til málana.
Á fundi Samtaka atvinnulífsins í gær sagði formaður þeirra samtökin ekki geta treyst orðum ríkisstjórnarinnar og þau muni því ekki hafa frumkvæði að neinum frekari samskiptum við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Jóhanna segir þessa ummæli hafa komið á óvart. ,,Ég er bara mjög sár og svekkt yfir þeim vegna þess að þeir fara með rangt mál. Þetta eru ómakleg ummæli og þeir eiga líta í eigin garð og reyna að koma í lið með okkur en ekki skapa einhvern fjandskap á milli ríkisstjórnarinnar og atvinnulífsins. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Þeir eiga ekki að vera í liði með stjórnarandstöðunni sem hefur það eitt markmið að koma þessari ríkisstjórn frá."
Jóhanna segir samninga ríkisstjórnarinnar við Samtök atvinnulífsins og ASÍ kveða á um að atvinnuleysið eigi að lækka niður í fjögur prósent árið 2013. AGS spái nú að það muni ganga eftir en Jóhanna segir hagvöxtinn á Íslandi ekki vera undir því sem er að gerast hjá öðrum þjóðum.
,,Ég held að það sé mjög rangt af Samtökum atvinnulífsins að vera draga niður og tala niður atvinnulífið eins og þeir eru að gera. Þeirra hlutverk er að koma inn í atvinnulífið með þeim hætti sem þeir geta gert. En ekki að kenna ríkisstjórninni um allt. Þeir eiga að tala upp atvinnulífið. Blása þjóðinni bjartsýni í brjóst en ekki þetta svartagallsraus sem þeir eru alltaf með."(visir.is)
Samtök atvinnulífsins hafa algerlega gengið í lið með Sjálfstæðisflokknum og reka nú harðan áróður gegn ríkisstjórninni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.