Þriðjudagur, 27. september 2011
SA leigja Hörpu til árása á ríkisstjórnina
Samtök atvinnulífsins efndu til fundar í Hörpu í gær.Tilgangur fundarins var að ráðast heiftarlega á ríkisstjórnina. Það hefði mátt halda að þarna hefði verið fundur Sjálfstæðisflokksins en ekki fundur Samtaka atvinnulífsins. Inntak fundarins var þetta: Ríkisstjórnin hefur svikið öll loforð við atvinnurekendur,Ríkisstjórnin hefur ekkert gert til þess að auka atvinnu.Þetta er rangt.Iðnaðarráðherra upplýsir, að allt sem iðnaðarráðuneytið tók að sér að gera við gerð kjarasamninga hefur verið efnt.Það eru mjög mörg verkefni farin í gang eða að fara í gang.Stærst þeirra er Búðarhálsvirkjun.En einnig er um mörg verkefni að ræða á norðaustur landi. Þá er verið að gera mikið átak á sviði ferðaiðnaðarins og m.a. í því skyni að lengja ferðamannatímann inn í veturinn.Þær tafir,sem orðið hafa á álveri við Helguvík eru ekki í valdi ríkisstjórnarinnar.
Svo virðist sem Samtök atvinnulífsins hafi ákveðið að aðstoða Sjálfstæðisflokkinn við koma ríkisstjórninni frá. En er það hlutverk SA? Þessi samtök eiga að vera hlutlaus í flokkapólitík en þau eru komin á kaf í slík stjórnmál.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.