Miðvikudagur, 28. september 2011
Eigum að ljúka aðildarviðræðum við ESB
Við eigum að sjálfsögðu að ljúka aðildarviðræðum við ESB og leggja niðurstöðuna í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það skiptir engu máli í þessu sambandi þó órói sé á evrusvæðinu vegna efnahagserfiðleika Grikkja. Allar líkur eru til þess að ESB takist að leysa vanda Grikklands með því að afskrifa hluta skulda landsins og með því að þjóðin gripi til harðra efnahagsaðgerða.
Jón Bjarnason og fleiri vinstri grænir hafa verið að tala um að Ísland þyrfti að breyta einhverjum stofnunum o.fl. áður en Ísland greiddi atkvæði um aðildarsamning. Það er rangt.Það hefur nú fengist staðfest hjá ESB ,að Ísland þarf engu að breyta fyrr en Ísland hefur samþykkt aðild að ESB og verði aðild felld þarf engu að breyta.Það er því ekki um neinar aðlögunarviðræður að ræða,aðeins aðildarviðræður.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.