Lítil breyting á fylgi flokkanna

Sáralitlar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup, þrátt fyrir að tveir flokkar hafi haldið landsfundi sína undanfarið með aukinni fjölmiðlaathygli sem því fylgir.

Ríflega fimmtán prósent myndu skila auðu eða ekki kjósa í kosningum nú.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur, með 36 prósenta fylgi, Samfylkingin mælist með 21,3 prósent, Framsóknarflokkurinn með 15,5 prósent og Vinstri græn með 14,5. Þrjú prósent styðja Hreyfinguna og tæp tíu prósent nefna annað.

Um þriðjungur styður ríkisstjórnina. Könnunin var gerð 29. september til 27. október.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband