Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Fellir Hanna Birna Bjarna Ben.?
Loks í dag tilkynnti Hanna Birna,að hún ætlaði að bjóða sig fram gegn Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins.Ég tel,að með því að draga mjög lengi að tilkynna framboð sitt hafi hún veikt stöðu sína mikið.Að hika er sama og að tapa.Það var mikil stemning fyrir framboði hennar fyrst þegar úrslit skoðanakönnunar voru birt en það hefur dregið úr stemningunni eftir því sem Hanna Birna hefur dregið ákvörðun sína lengur.Hanna Birna kom fram í kastljósi í kvöld og hamraði á því allan tímann,að enginn málefnaágreiningur væri á milli hennar og Bjarna Benediktssonar. Ég er ekki viss um að það sé rétt taktik.Margir munu hugsa sem svo hvers vegna þeir eigi að kjósa Hönnu Birnu frekar ef hún hefur nákvæmlega sömu stefnu og Bjarni.Það ert aldrei svo,að ekki sé einhver áherslumunur milli manna og Hanna Birna hefði átt að undirstrika breyttar áherslur,breytt sjónarmið.Mér finnst líklegt að Bjarni Benediktsson vinni formannskjörið en ef til vill ekki með svo miklum mun.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.