Kvótakerfið:Svíkur Jón Bjarnason kosningastefnu stjórnarflokkanna?

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur upplýst,að hann muni leggja fram nýtt frumvarp um kvótakerfið um næstu mánaðamót.Miklar athugasemdir bárust um stóra kvótafrumvarpið og nú er verið að fara yfir þessar athugasemdir í sjávarútvegsráðuneytinu og semja nýtt frumvarp.

Ég er ekki bjartsýnn á þessa vinnu ráðuneytisins. Jón Bjarnason er ekki með réttar skoðanir í þessu máli og hann framfylgir ekki stefnu stjórnarflokkanna frá síðustu kosningum um að fyrna aflaheimildir á 20 árum.Ég tel algerlega fráleitt að afhenda útgerðarmönnum ( handhöfum kvótanna) aflaheimildirnar til 15-23ja ára eins og stóra kvótafrv. gerir ráð fyrir. Ef þetta yrði lögfest yrði stigið skref til baka og yfirráð útgerðarmanna yfir kvótunum aukin en ekki skert.Það er hins vegar dæmigert,að útgerðin kveinar hástöfum yfir því að hún eigi ekki að fá lengri nýtingartíma en 15-23 ár! Spurning er hvort Jón Bjarnason á eftir að lengja nýtingartímann eða stytta hann.Ég tel,að ef fara á þessa leið þurfi að stórstytta nýtingartímann,t.d. niður í 5 ár og að aðeins ca. 60% að hámarki færi undir þetta kerfi. Hinn hlutinn færi á uppboð og í potta.

En best væri úr því sem komið er að setja nær allar veiðiheimildir ( 85-90%) á uppboðsmarkað.Það væri réttlátasta leiðin og þá mundi fást markaðsverð fyrir veiðiheimildirnar.Stjórnlagaráð lagði það einmitt til. Ef Jón Bjarnason ætlar að halda við að láta útgerðarmenn fá veiðiheimildirnar til 15-23ja ára eða lengri tíma væru það alger svik við kosningastefnu stjórnarflokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband