Lilja Mósesdóttir ætlar að velja það besta úr stefnu allra flokka!

Lilja Mósesdóttir var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.Egill ræddi við hana um hugsanlega flokksstofnun en þegar hún sagði sig úr VG kvaðst hún ætla að stofna nýtt stjórnmálaafl. Í ljós kom,að hún er ekkert farinn að undirbúa stofnun nýs flokks. Hún hvaðst hafa verið að kynna sér stefnu gömlu flokkanna.Hún sagði,að það væri margt gott í stefnu allra flokkanna og hún vildi velja það bestu úr stefnu þeirra allra fyrir nýjan flokk að berjast fyrir.Hún sagðist ekki ætla að stofna vinstri flokk. Raunar kvað hún hugtökin vinstri og hægri úrelt.

Mér kemur þetta nokkuð á óvart. Ég taldi víst,að Lilja ætlaði að stofna róttækan vinstri flokk en í ljós kemur að hún vill búa til einhvern bræðing,einhverja samsuðu úr öllum flokkum.Ekki hefi ég trú á því að þessi aðferð takist.Auk þess finnst mér Lilja Mósesdóttir ekki vera foringi. Hún er sérfræðingur og ef til vill góð  sem maður nr. 2. En ég sé hana ekki fyrir mér sem stjórnmálaleiðtoga. Ég hefi ekki trú á að  hún nái miklu árangri í þessum tilraunum sínum. Ég hefi meiri trú á Guðmundi Steingrímssyni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband