Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Stjórnarandstaðan vill bæta kjör aldraðra
Þess verður nú vart,að fleiri flokkar en stjórnarflokkarnir láta málefni aldraðra sín taka. Þannig samþykktu eldri sjálfstæðismenn nokkrar róttækar tillögur um kjarabætur til handa öldruðum fyrir skömmu. Þeir samþykkti,að allir ættu að fá grunnlífeyri og að leiðrétta ætti kjör aldraðra vegna kjaraskerðingar þeirra frá ársbyrjun 2009.Láglaunafólk fékk 17-18% meiri kjarabætur á þessu tímabili en aldraðir.Á sama tíma og eldri sjálfstæðismenn samþykktu tillögur um þessar kjarabætur til handa öldruðum felldi 60+ tillögu ( rétt fyrir landsfund Samfylkingarinnar)um að hækka ætti lífeyri aldraðra í áföngum samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar.Og ekkert var samþykkt á landsfundi Samfylkingar um kjarabætur til handa öldruðum!Öðru vísi mér áður brá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:40 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.