Fimmtudagur, 10. nóvember 2011
Aldraðir eiga að fá sömu hækkanir og launþegar að öllu leyti
Við gerð kjarasamninga sl. vor gaf ríkisstjórnin yfirlýsingu og lýsti því yfir,að bætur almannatrygginga yrðu hækkaðar jafnmikið og kaup launþega mundi hækka samkvæmt kjarasamningum.Á næsta ári verður krónutöluhækkun á taxta verkalýðsfélaga 11 þús. kr. samkvæmt kjarasamningunum og lægstu laun hækka um sömu fjárhæð, þe. 11 þús. kr (6%). Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að bætur skuli aðeins hækka um 3,5%.ASÍ telur,að þetta séu svik við samkomulag ASÍ og ríkisstjórnarinnar og hefur mótmælt þessu harðlega.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík hefur tekið undir þessi mótmæli.Ríkisstjórnin verður að leiðrétta þetta.Ef til vill mun alþingi skerast í leikinn og láta framfylgja því samkomulagi,sem gert hafði verið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.