Á að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta erlendis?

Háværar raddir eru nú uppi um það í herbúðum ríkisstjórnarinnar að setja eigi gólf á fjárfestingu lífeyrissjóðanna erlendis. Hvað þýðir það? Það þýðir að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta erlendis.Síðast þegar lífeyrissjóðirnir fjárfestu í stórum stíl erlendis töpuðu þeir 500 milljörðum erlendis! Því tapi var velt beint yfir á sjóðfélaga og réttindi þeirra í lífeyrissjóðunum skert.Viljum við það? Ætlar ríkisstjórnin að skylda okkur til þess að fara með lífeyrinn okkar í brask erlendis? Er ekki rétt að leyfa lífeyrissjóðunum sjálfum að ákveða hvar þeir ávaxta sitt fé? Lífeyrissjóðirnir eru ekki neitt sveiflujöfnunartæki fyrir ríkisvaldið vegna þess,að íslenska krónin er ónýt.Vextir erlendis eru nú í lágmarki,niður við 0 % og jafnvel lægri,neikvæðir.Vextir hér eru hins vegar háir. Það er þess vegna rétt fyrir lífeyrissjóðina að flýta sér hægt.Ef til vill eiga þeir fyrst og fremst að ávaxta fjármuni sína innan lands og fara mjög varlega í fjárfestingu erlendis.Það kemur ekki til greina að skylda lífeyrissjóðina til þess að fjárfesta að ákveðnu marki erlendis.Ríkið verður að fara að átta sig á því,að það á ekki lífeyrissjóðina,það hefur látið greipar sópa um sjóðina og skert tryggingalífeyri þeirra,sem fá lífeyri úr sjóðunum og nú vill ríkið ráða því hvar lífeyrissjóðirnir fjárfesta!

 

Björgvin Guðmundsson 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband