Örorkulífeyrir er skammarlegur segir Mikael

 

Örorkubætur og lágmarkslaun hér á landi eru skammarleg, sagði Mikael Torfason í Silfrinu í gær en hann hefur undanfarna mánuði kynnt sér líf fátæks fólks á Íslandi. „Þetta er bara fólk sem við höfum skilið eftir á bótum sem eru skammarlegar. Og við viljum að þær séu skammarlegar, að þær séu lágar, því við viljum ná að kúga þetta fólk til að hætta þessu,“sagði Mikael.

Talsverð umræða hefur skapast um útvarpsþætti Mikaels, Fátækt fólk, sem eru á dagskrá Rásar 1 á laugardagsmorgnum.

Mikael var mjög harðorður í garð ríkisstjórnarinnar, sem hann kallaði „ríkisstjórn atvinnulífsins“, og þá sérstaklega Þorsteins Víglundssonar, félagsmála- og jafnréttisráðherra. „Hann vill engin lög á leigufélög. Vegna þess að rétturinn til að græða á fátæku fólki er svo ríkur. Það er eignarréttur kvótakóngsins, sem græddi tvö þúsund milljónir í fyrra á því að leigja fátæku fólki sem hefur ekki efni á að kaupa sér íbúð,“ sagði Mikael. „Íslenskir kjósendur eiga líka bara að skammast sín, fyrir að kjósa verstu ríkisstjórn sem við höfum kosið.“

Í þáttunum fjallar Mikael ekki aðeins um fólk á lífeyri ( bótum) sem lifir við örbirgð, heldur einnig menntað fólk, eins og hjúkrunarfræðinga og kennara, sem fá laun sem, samkvæmt viðmiðum Velferðarráðuneytisins, duga alls ekki til að ná endum saman. „Við búum bara ekki í sanngjörnu samfélagi þegar 370 þúsund krónur eru byrjunarlaun hjúkrunarfræðings. Þegar fólk á að lifa á örorku, sem er  180 þúsund á mánuð. Þegar við leggjumst á koddann í kvöld, þá eigum við að skammast okkar,“ segir Mikael.

Ummæli Mikaels eru hörð en stundum þarf hörð orð til þess að vekja menn.vissulega er lífeyrir öryrkja skammarlega lágur og það sama gildir um lífeyri aldraðra,þeirra,sem einungis hafa lífeyri almannatrygginga.Mikael heldur því fram,að fólk vilji halda öryrkjum niðri.Það er alvarleg fullyrðing.

.

Björgvin Guðmundsson

 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband