Aðför ríkisstjórnarinnar að velferð!

 

 

 

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fram til 2022 hefur leitt  í ljós,að stjórnarflokkarnir eru ekki að standa við kosningaloforð sín  um eflingu heilbrigðiskerfisins og eflingu velferðarkerfisins yfirleitt.Þjónustustig í heilbrigsmálum er skert en þó stendur í stjórnarsáttmálanum,að heilbrigðismálin eigi að vera í forgangi.

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur,að um aðför ríkisstjórnarinnar að veferðarkerfinu sé að ræða. 1.mai á nýtt greiðsluþátttkukerfi í heilbrigðiskerfinu að taka gildi.Samkomulag hafði náðst í velferðarnefnd alþingis um,að  hámarkskostnaður einstaklinga til heilbrigðskostnaðar skyldi vera 50 þúsund kr  en frá því hefur verið vikið og nú er hámarkið 70 þúsund kr. ASÍ mótmælir þessari breytingu harðlega.Lyf eru utan þessa hámarks.

Nú bætist það við,að ríkisstjórnin hefur ákveðið að stytta tímabil atvinnueysistrygginga vegna atvinnulausra, verður það stytt um hálft ár í 2 ár.ASÍ mótmælir þessari breytingu harðlega. Það er alveg sama hvar borið er niður í velferðarmálunum.Það er allsstaðar niðurskurður eða kyrrstaða.

Í öðrum innviðum þjóðfélagsins er sama sagan.Það er niðurskurður til menntamála,samgönguáætlun var skorin niður við trog og örfáar krónur látnar í greinina vegna mikilla mótmæla.

Stefna ríkisstjórnarinnar er sú að láta ekkert nýtt fjármagn í innviðina heldur að láta það ráðast hvort hagsveiflan muni  leysa málið. Þetta er þveröfugt við það sem Viðreisn og Björt framtíð lofuðu fyrir kosningar.Og Sjálfstæðisflokkurinn lofaði einnig eflingu heilbrigðiskerfisind. Öll þessi kosningaloforð eru svikin.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband