Ekki er stjórn yfir A-hluta fyrirtækjum.Aðför að Landspítalanum!

Ráðuneytin,ríkisfyrtæki eins og Landspítalinn og fleiri fyrirtæki ríkisins eru svonefnd A-hluta ríkisfyrirtæki .Yfir þeim er ekki sérstök stjórn. B-hluta fyrirtækin njóta hins vegar meira sjálfstæðis og eru oftast með sérstaka stjórn.Það skýtur því skökku við,að nú vilji vissir stjórnarliðar setja stjórn yfir landspítalann.Þeir gætu alveg eins lagt til,að sett yrði stjórn yfir hvert ráðuneyti!

Svo virðist sem formaður velferðarnefndar og fleiri fulltrúar stjórnarmeirihlutans ætli sér að þagga niður í forstjóra og stjórnendum Landspítalans með því að setja sérstaka stjórn yfir spítalann. Formaður velferðarnefndar sagði í viðtali við Stöð 2 ,að forstjóri Landspítalans kæmi á hverju ári rétt fyrir afgreiðslu fjárlaga að betla peninga! Hún er einn helsti talsmaður þess,að sérstök stjórn verði sett yfir LSH.Hún vill greinilega losna við heimsóknir forstjórans!

Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður VG og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýndi hugmyndir um stjórn yfir LSH harðlega á alþingi í gær og kallaði þær svívirðilega aðför að Landspítalanum.Það verður að hnekkja þessari aðför.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband