Fjármálaáætlun afgreidd með eins atkvæðis meirihluta!

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára var samþykkt á Alþingi í nótt með 32 atkvæðum gegn 31.  Þingfundi var ítrekað frestað í gærkvöld á meðan formenn flokka, þingflokksformenn og þingflokkar funduðu um framhald þingstarfa en þingfundi var framhaldið klukkan hálfeitt í nótt.

Ekki einn einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar treysti sér til þess að samþykkja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.Ástæðan var sú,að þessi áætlun gerir ráð fyrir minni framlögum að raungildi en áður til innviða þjóðfélagsins þrátt fyrir góðæri.Ríkisstjórnin neitar öllum óskum um aukin framlög til heilbrigðismála,menntamála,samgöngumála,velferðarmála og annarra innviða og vísar á fjármálaáætlunina. Fjármálaráð veitti umsögn um fjármáláætlunina og gaf henni falleinkunn. Benedikt fjármálaráðherra viðurkenndi,að áætlunin væri gölluð en lofaði bót og betrun næsta ár!!

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband