Staðan í málefnum aldraðra og öryrkja hefur lítið sem ekkert lagast!

Alþingi er farið í sumarleyfi og kemur ekki saman fyrr en 12.september.Alþingismenn þurfa lengra sumarleyfi en aðrir landsmenn.Það væri í lagi,ef þingmenn ynnu vel á meðan þeir væru að störfum.En svo er ekki.

Ég hef margoft skorað á alþingi að taka rögg á sig og bæta kjör aldraðra og öryrkja það mikið,að þessir aðilir gætu ekki aðeins framfleytt sér heldur lifað með reisn. En því hefur ekki verið ansað.

" Leiðréttingin",sem gerð var á kjörum aldraðra og öryrkja um síðustu áramót var engin leiðrétting. Þetta var hungurlús,sem tekur ekki að nefna.Aldraðir í hjónabandu og sambúð hækkuðu þá um 12 þúsund krónur á mánuði og lífeyrir þeirra fór í 197 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er brandari og furðulegt að löggjafarsamkoman skyldi bjóða öldruðum í hjónabandi upp á þessa hungurlús.Einhleypir fengu örlítið meiri hækkun eða um 23 þúsund kr á mánuði og hækkuðu í 230 þúsund á mánuði eftir skatt.Það er sama hvort við tölum um 197 þúsund kr eða 230 þúsund kr.Það er ekki unnt að lifa af þessu.Aldraðir og öryrkjar verða því eins og áður að neita sér um að fara til læknis eða að leysa út lyfin sín eða ef þeir  neita sér um það hvort tveggja verða þeir matarlausir síðustu daga mánaðarins.Þetta er mannréttindabrot; brot á stjórnarskránni. En stjórnarherrarnir láta sér það í léttu rúmi liggja.- Hér er verið að ræða um þá aldraða og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband