Ekki á að skerða tryggingalífeyri aldraðra vegna greiðslna úr lífeyrissjóði

Eldri borgarar,sjóðfélagar í lífeyrissjóðum,eiga lífeyrinn,sem safnast hefur þar inn á langri starfsævi fyrir þeirra tilverknað.Ekki má skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það var áskilið,að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar.Þeir áttu ekki að valda neinni skerðingu á greiðslum til eldri borgara þaðan.Ríkið stofnaði almannatryggingarnar en verkalýðsfélögin stofnuðu lífeyrissjóðina.Ríkið getur ráðskast með almannatryggingar en ríkið getur ekkert ráðskast með lífeyrissjóðina; þeir eru eign sjóðfélaga.Ég tel þó,að skerðingarnar séu í raun óheimilar.

Ég tel,að sú skerðing á tryggingalífeyri aldraðra sem ákveðin var af stjórnmálamönnum gangi algerlega í berhögg við það óskráða samkomulag, sem gert var þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir,þ.e. að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Almannatryggingar eru fyrsta stoðin í þessu kerfi en lífeyrissjóðirnir eru önnur stoðin. Sumir stjórnmálamenn vilja breyta þessu en það er ekki mögulegt.Svona var þetta ákveðið í upphafi og svona er þetta.Þetta er nokkurs konar sáttmáli,sem ekki er unnt að rjúfa.

Mér er ljóst,að hópur manna vill í dag leggja blessun sína yfir skerðingu á tryggingalífeyri þeirra sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði. Rök þess hóps eru þau,að þeir,sem hafi góðan lífeyrissjóð,háar lífeyrissjóðsgreiðslur þurfi ekki að fá neitt frá almannatryggingum; m.ö.o. það á að refsa þeim,sem hafa greitt mikið í lífeyrissjóð.En það gleymist í þessu sambandi,að eldri borgarar,sem búnir voru að vera á vinnumarkaði frá 16 ára aldri, voru búnir að greiða til almannatrygginga allan þann tíma; fyrst greiddu þeir árum saman sérstakt tryggingagjald,sem rann til almannatrygginga og síðan greiddu þeir til almannatrygginga með skattgreiðslum.Þessir eldri borgarar eiga því inni greiðslur frá almannatryggingum.Ég tel,að það sé alveg undir þeim komið hvort þeir vilji gefa eitthvað eftir af þeim greiðslum en ríkið getur ekki hrifsað af þessum eldri borgurum greiðslur,sem þeir eiga inni hjá almannatryggingum einungis vegna þess að þeir greiddu í lífeyrissjóð. Það verður að stöðva þetta atferli ríkisins.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband