Baráttan bar árangur: Engir vopnaðir lögreglumenn 17.júní!

Það er stundum sagt,að barátta almennings gegn stjórnvöldum beri engan árangur.Stjórnvöld lemji hausnum við steininn.Og víst er það oft rétt. En það eru einnig mörg dæmi um það,að barátta almennings beri árangur.Og eitt dæmi þess sást 17.júní.Lögreglan var búin að tilkynna að lögregla mundi mæta með alvæpni 17.júní.Og það stóð ekki á ýmsum að réttlæta það,að svo yrði.En andstaða almennings var einnig mikil.Almenningi leist ekki á að byssumenn vöktuðu almenning 17.júní.Það mundi spilla þjóðhátíðinni. Og barátta almennings bar árangur. Stjórnvöld sáu að sér: Enginn vopnaður lögreglumaður sást 17.júní í Reykjavik,ekki vegna þess að hættan á hryðjuverkaárás hefði skyndiega minnkað,heldur vegna þess að stjórnvöld áttuðu sig á því að almenningur vill ekki hafa byssumenn yfir sér á þjóðhátíðinni. Ekki hefur heyrst,að neinar vísbendingar hafi borist um,að hryðjuverkamenn væru hér eða væntanlegir hingað.En vissulega þarf lögreglan hér samt að vera við öllu búin.En ég hef sagt og endurtek það að byrja má á því að auka öryggisviðbúnað á flugvöllum og í höfnum landsins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í 1. lagi, ágæti Björgvin: Þetta var EKKI barátta almennings, heldur fyrst og fremst Vinstri grænna með sína gömlu Keflavíkurgöngu- og moldarkofa-fordóma gegn öllu sem snertir vopn og herbúnað. Skoðanakannanir sýndu hins vegar á bilinu 75-81% fylgi við það, að lögreglan væri vopnvædd (við vissa atburði).

Í 2. lagi: Annar viðbúnaður var þó fyrir hendi, einkum með veghindrunum, auk þess sem lögreglan fylgdist mjög vel með og hefur án efa verið með vopn í læstum bílum sínum þar nærri.

Í 3. lagi munt þú aldrei skrifa grein sem þessa að loknu samkomuhaldi, ef þar tekst einhverjum illræðismanni að gera árás á almenna borgara, eins og tíðkast hvar sem ISIS kemst til þess. Vopnum búin lögregla á staðnum getur lágmarkað fjölda fórnarlamba slíkra árása, það sást t.d. í nýjasta hryðjuverkinu í London; án afar skjótra viðbragða vopnaðra lögreglumanna (á fáeinum mínútum) hefði glæpaúrþvættunum tekizt að drepa miklu fleiri með hnífs- og sveðjustungum sínum.

Jón Valur Jensson, 18.6.2017 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband