Ráðherrar Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í hár saman!

Þeir Benedikt fjármálaráðherra og Bjarni forsætisráðherra eru komnir í hár saman opinberlega vegna krónunnar.Fjármálaráðherra skrifaði grein í Fréttablaðið í gær og sagði,að hann teldi,að krónan dygði ekki lengur.Það þyrfti að taka upp annan gjaldmiðil eða tengja krónuna við annan gjaldmiðil,t.d. evru í myntráði.Benedikt færði mörg rök fram fyrir nauðsyn þess að skipta um gjaldmiðil,m.a. að vextir væru alltof háir hér vegna krónunnar.Krónan sveiflaðist til og frá eins og best hefði sést undanfarið. Krónan skaðaði sjávarútveginn og ferðaiðnaðinn nú.Hún dygði ekki.Bjarni forsætisráðherra svaraði í sjónvarpsviðtali og sagði,að ríkisstjórnin væri ekki að fara að taka upp annan gjaldmiðil.Hann nánast sagði,að þetta væri bull í fjármálaráðherra.

Það mundi áreiðanlega ekki geta gerst í neinu öðru landi,að fjármálaráðherrann lýsti eigin gjaldmiðil ónýtan og forsætisráðherra setti ofan í við hann.Grein eins og sú,sem fjármálaráðherra skrifaði í gær, verður til þess að menn hætta að taka mark á honum.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband