Ríkið endurgreiði öldruðum allar eldri skerðingar!

 

Lífskjör aldraðra og öryrkja ,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggngum, eru óviðunandi .Það er engin leið að lifa af þessum lífeyri.Hann er svo lágur.Eldri borgari í sambúð eða hjónabandi hefur 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt.Þetta er ekki prentvilla.Upphæðin er ekki hærri en þetta. Þessi upphæð dugar ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum enda langt undir neysluviðmiði velferðarrráðuneytisis og meðaltalsúgjöldum einstaklinga og heimila samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar. Það undarlega við þessar tölur er það, að þær eru tiltölulega nýjar eða frá síðustu áramótum.En þá voru sett ný lög um almannatryggingar eftir 10 ára undirbúningsstarf.Og niðustaðan fyrir aldraða og öryrkja var sú,sem skýrt er frá í upphafi þessarar greinar.Hvers vegna? Hver er skýringin á því, að stjórnvöld halda lífeyri aldraðra og öryrkja svona niðri? Ekki hafa fengist svör við því.

Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar

Kjör aldraðra,sem hafa lélegan lífeyrissjóð, eru lítið betri. Algengt er, að verkafólk og iðnmenntað fólk hafi 100 þúsund kr úr lífeyrissjóði á mánuði..Þeir,sem eru betur settir í þessum hópi eru ef til vill með 150-2oo þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði. En sjóðfélagar í þessum lífeyrissjóðum sæta miklum skerðingum hjá almannatryggingum.M.ö.o: Sá sem hefur lífeyri úr lífeyrissjóði má sæta því að lífeyrir hans hjá almannatryggingum sé skertur verulega.Útkoman er svipuð og að farið sé beint inn í lífeyrissjóðina og lífeyrir þar skertur.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir, að lífeyrissjóðirnir yrðu viðbót við almannatryggingar. Á það hafa eldri borgarar,sjóðfelagar, treyst.En við þetta hefur ekki verið staðið.Dæmi er um, að eldri borgari, sem aldrei hefur greitt neitt í lífeyrisjóð, hafi fengið jafnmikið frá almannatryggingum og sá sem alla tíð hefur greitt í lífeyrissjóð.Það er vegna skerðinganna.

Skerðingin verði afnumun!.

Byggst hefur upp mikil óágægja með lífeyrsssjóðina síðustu árin. Ef ríki og alþingi koma ekki til móts við sjóðfélaga getur illa farið.Ég tel að stefna eigi að því að skerðing lífeyris sjóðfélaga hjá TR vegna lífeyrissjóða verði afnumin.Það má gera það í áföngum. En það verður að afnema skerðinguna.Síðan þarf líka að greiða sjóðfélögum til baka það sem tekið hefur verið af þeim síðustu ár og áratugi.Miðað við forsöguna tel ég, að það haf verið ólögmætt að skerða lífeyrisgreiðslur eldri borgara (sjóðfelaga) jafnmikið og gert hefur verið undanfarna áratugi.Það verður því að endurgreiða eldri borgurum þessar fjárhæðir. –Það skiptir engu máli þó endurgreiðslan verði kostnaðarsöm fyrir ríkið.Áður hefur ríkið sparað sér mikla fjármuni með því að stunda umræddar skerðingar.Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu.



Björgvin Guðmundsson


Birt í Mbl. 21.sept.2017
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband