Tillaga Bjarna um stjórnarskrána er fráleit!

Árið 2012 lagði ríkisstjórn Samfylkingar og VG fram tillögu um nýja stjórnarskrá,sem lögð var fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu það ár.Nýja stjórnarskráin hafði verið samþykkt í stjórnlagaráði og afgreidd þar samhljóða. Meðal annars var í nýju stjórnarskránni gert ráð fyrir,að aflaheimildir yrðu boðnar upp á uppboðsmarkaði og markaðsverð látið ráða.60 %  þjóðarinnar samþykkti nýju stjórnarskrána. En Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir afgreiðslu stjórnarskrárinnar á alþingi.Flokkurinn gat ekki sætt sig við að aðrir flokkar hefðu frumkvæði að breytingum á stjórnarskránni.Flokkurinn vildi fá að ráða breytingum sjálfur og að þær yrðu sem minnstar. Nú hefur Bjarni Ben lagt til ,að gerðar verði mjög litlar breytingar á stjórnarskránni og þær afgreiddar á 12 áruum. Það er fráleitt og kemur ekki til greina. Ég vona,að félagshyggjuflokkarnir afgreiði stjórnarskrána,sem þjóðin samþykkti í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband