Almannatryggingar á Íslandi reka lest slíkra trygginga á Norðurlöndum!

Alþýðuflokkurinn,Sjálfstæðisflokkurinn og Sósialistaflokkurinn komu almannatryggingunum á fót 1946.Alþýðuflokkurinn setti það sem skilyrði fyrir þátttöku í stjórninni,að almannatryggingar yrðu stofnsettar.Ólafur Thors sem var forsætisráðherra lýsti því yfir,að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu og hann sagði,að þær ættu að taka til allra án tillits til stéttar eða efnahags.Af hálfu Alþýðuflokksins voru Emil Jónsson og Finnur Jónsson í stjórninni.Í fyrstu voru íslensku almannatryggingarnar í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu en síðan voru þær látnar drabbast niður og í dag reka þær lest slíkra trygginga á Norðurlöndum.Það er ekki síst vegna neikvæðrar afstöðu Sjálfstæðisflokksins undanfarin ár og áratugi til almannatrygginganna að tryggingarnar hafa drabbast niður. Með hliðsjón af þessu er það furðulegt,að Óli Björn Kárason,þingmaður Sjálfstæðisflokksins skuli skrifa grein í Morgunblaðið um að  Sjálfstæðisflokkurinn og síðustu íhaldsstjórnir hans hafi verið að vinna einhver afrek til eflingar almannatryggingum.Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fylgt fordæmi Ólafs Thors frá nýsköpunarstjórninni hefði slíkt ef til vill verið rétt en svo er ekki vegna misviturra stjórnmálamanna sem halda um stjórnvölinn í flokknum í dag og lengi undanfarið.Óli Björn  nefnir sem dæmi um afrek Sjálfstæðisflokksins á þessu sviði,að um síðustu áramót hafi með nýjum lögum um almannatryggingar kjör aldraðra verið bætt meira en áður í marga áratugi.Og hver var hækkun lífeyris um áramót? Jú lífeyrir aldraðra í hjónabandi og sambúð var þá hækkaður um 12 þúsund kr á mánuði eftir skatt,6,5%.Hækkun einhleypra var örlítið hærri. En Óli Björn sjálfur fékk sem þingmaður á síðasta ári 45% kauphækkun og laun hans hækkuðu um hátt á fjórða hundrað þúsund  kr og fóru í 1,1 milljón kr á mánuði. Lífeyrir aldraðra fór í 197 þús á mánuði eftir skatt.Þingmenn hafa verið að taka sér afturvirkar hækkanir á undanförnum árum en þeir felldu að veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar hækkanir. Sjálfsagt hefur Óli  Björn greitt atkvæði gegn því að aldraðir og öryrkjar fengju slíka hækkun.

Almannatryggingarnar fóru vel af stað. En það er búið að eyðileggja þær í dag.Sjálfstæðisflokkurinn á stærsta þáttinn í því skemmdarverki. En því miður hafa allir flokkar komið eitthvað að því verki.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband