VG ekki lengur vinstri flokkur!

Vinstri grænir hafa aldrei verið eins róttækur flokkur og Alþýðubandalagið og Sósialistaflokkurinn voru.Flokkurinn var stofnaður um önnur markmið svo sem umhverfisvernd en ekki verkalýðsstefnu eins og Alþýðubandalagið og Sósialistaflokkurinn. Í áranna rás hefur VG síðan færst meira til hægri og orðið nokkurs konar miðjuflokkur.Ef stjórnarsamvinna VG við íhaldið og Framsókn,tvo íhaldsflokka,verður að veruleika mun VG festa sig í sessi sem miðjuflokkur.

VG hefur ekki sýnt neinn sérstakan áhuga á því að bæta kjör aldraðra og öryrkja og ekki barist fyrir bættum kjörum láglaunafólks.Flokkurinn hefur sömu stefnu í landbúnaðarmálum og íhald og framsókn,stefnu kyrrstöðu og verndarstefnu fyrir einökunarstofnanir landbúnaðarins. Og VG sýnir engan sérstakan áhuga á því að auka gjaldtöku af sjávarauðindinni, sem er sameign þjóðarinnar.Svo virtist sem flokkurinn gæti samþykkkt stefnu Samfylkingar og Viðreisnar á því svið en áhugi VG á því máli er lítill.

Ekkert virðist stöðva VG í því að hlaupa i fangið á íhaldinu í  ríkisstjórn,þrátt fyrir spillingarmál sem fráfarandi stjórn íhaldsins er viðriðin og næsta stjórn á undan Allt bendir til þess,að það hafi þegar verið ákveðið  hjá VG fyrir kosningar að leita eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.Vinstri menn,róttækir jafnaðarmenn, eiga ekkert athvarf lengur í flokki vinstri grænna.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband