Stjórnmálaskýrendur á RUV í morgun: Stjórnarsamvinna VG og Sjálfstæðisflokks löngu ákveðin!

Rætt var um stjórnarmyndunina á Rás 2 á RUV í morgun.Tveir stjórnmálaskýrendur voru mættir þar: Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,fyrrverandi borgarfulltrúi og Felix Bergsson fjölmiðlamaður.Þeim kom saman um,að stjórn VG með Sjálfstæðisflokknum væri löngu ákveðin og þess  vegna gengi þetta tiltölulega vel nú.Felix Bergsson sagði,að viðræður VG við Samfylkingu,Pirata og Framsókn hefðu verið til málamynda,ætlaðar til þess að friða  óánægða flokksmenn VG,svo unnt væri að segja við  þá: Það er búið að reyna til vinstri.Það gekk ekki.

Þetta er stóralvarlegt mál. Það er stöðugt talað um að bæta þurfi stjórnmálamenninguna,taka upp ný vinnubrögð.Undir það fellur að hafa heiðarleika í vinnubrögðum. Það er ekki heiðarlegt að setja á svið málamyndaviðræður.Það er ekki verið að bæta stjórnmálamenninguna; það er verið að draga hana niður á lægsta plan.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband