75% aldraðra með eftiraun undir framfærslumörkum!

Um 75% aldraðra hefur á árinu 2017 eftirlaun,sem eru um eða undir framfærslumörkum,sem hér eru talin vera kr. 335.102.Um 50% þessa hóps lendir í skerðingum og  borgar jaðarskatta,sem heldur tekjunum niðri.Heildartekjur aldraðra eru að meðaltali nálægt 450.000 kr og halda tekjuhærri hóparnir þeim tekjum uppi,einkum tekjuhæstu 10%.Um 40% aldraðra hafa engu að síður tekjur  undir framfærslumörkum eða um framfærslumörk sé miðað við heildarlaun.

Þessar upplýsingar byggjast á rannsókn,sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur,vann fyrir Félag eldri borgara í Rvk.Meðaleftirlaun almannatrygginga eru nú kr. 129.282.Meðalskerðingar þeirra jukust um kr 37.730 á tímabilinu 2007-2016 og skattar jukust um 11.314 kr á þessu tímabilu.Á þessu sama tímabili jukust meðalgreiðslur lífeyrissjóðanna um nálægt 36.000 kr.Og má því segja,að skerðingarnar hafi tekið alla hækkun lífeyrissjóðanna.

 

 Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband