VG í álögum.Eins og flokkurinn hafi gengið í björg!

Ég hlustaði á Katrínu Jakobsdóttur svara sinni fyrstu óundirbúnu fyrirspurn á þingi í gær sem forsætisráðherra.Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvort gera ættu strax einhverjar ráðstafanir til þess að leysa bráðavanda þeirra,sem verst væru staddir,aldraðra,öryrkja og þeirra lægst launuðu.Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum,þegar ég hlustaði á svarið.Það var eins og Bjarni Ben væri að svara.Það var enginn munur á.Hún svaraði nákvæmlega eins og íhaldið.Það er eins og VG hafi gengið í björg, sé í álögum ( það er sá tími!) Hún sagði eitthvað á þessa leið: Við athugum þetta í vor í tengslum við fjármálaáætlun.Merkilegt,að hún sagðist ekki ætla að athuga þetta næsta ár.Bjarni mun brosa í kampinn.Hann hefði ekki svarað þessu betur sjálfur!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband