Dýrkeyptur hégómi

 

Vinstri grænir samþykktu á flokksþingi sínu 2016, að þeir vildu fá forsætisráðherrann eftir  þingkosningar 2017.Þetta var orðað svo,að Vinstri græn væru tilbúin að leiða ríkisstjórn um uppbyggingu mikilvægra málefna.Óvenjuleg samþykkt. Í framhaldi vakti það athygli,þegar kosningabaráttan byrjaði 2017, að þá gagnrýndi VG ekkert Sjálfstæðisflokkinn. Þegar fréttamenn spurðu Katrínu Jakobsdóttur í kosningabaráttunni hvort VG gæti hugsað sér stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn svaraði Katrín alltaf: Við útilokum ekki samstarf við neinn flokk.Þetta var nokkuð annað svar en gefið hafði verið ári áður en þá sagði Katrín : Það er lengst á milli VG og Sjálfstæðisflokksins og því ólíklegt að þeir flokkar nái saman. Bónorðsbréf til Sjálfstæðisflokksins var samið á flokksþingi VG 2016.

 Eftir kosningarnar 2017 sagðist Katrín Jakobsdóttir vilja reyna fyrst viðræður fyrrum stjórnarandstöðuflokka um stjórnarmyndun.Slíkar viðræður byrjuðu áður en Katrín fékk formlegt umboð frá forseta Íslands. Síðan fékk Katrín  umboð.Viðræðurnar gengu vel.Málefnaágreiningur var enginn.Áður en viðræðurnar byrjuðu lét Sigurður Ingi formaður Framsóknar orð falla um , að meirihluti þessara flokka væri tæpur, 32  þingmenn.Ei  að síður tók Sigurður Ingi þátt í  viðræðunum en hljóp svo  í burtu,sagði,að meirihlutinn væri of tæpur.Mönnum varð þá ljóst,að Sigurði  hafði aldrei verið alvara með þátttöku í þessum viðræðum.Hann tók aðeins þátt  til málamynda.Það sem er þó enn alvarlegra er það, að svo virðist sem Katrínu Jakobsdóttur hafi heldur ekki verið full alvara  Eftir 3-4 daga sagði hún við Loga Einarsson,formann Samfylkingarinnar: Eigum við ekki að fara athuga með Plan B. Ekki veit ég  hvað hún  hefur átt við með plani B. Mun hafa verið stjórn VG,Samfylkingar,Framsóknar,Sjálfstæðisflokksins. Lá í loftinu að Framsókn hafði meiri áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðvinstri flokkum.Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir hafi einnig haft meiri áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokknum  en  miðvinstri flokkunum.Katrín sleit viðræðum um miðvinstri stjórn eftir 4 daga en viðræður um stjórn með Sjálfstæðisflokknum stóðu í hálfan mánuð.Það var engnn alvöru áhugi á miðvinstri stjórn,ekki rétt,að fullreynt hafi verið að mynda miðvinstri stjórn. Var aldrei reynt að styrkja slíka stjórn með Viðreisn og Flokki fólksins.Það var mögulegt og þá hefði Framsókn ekki þurft  að vera með.

Það er einhver vantmetakennt ríkjandi hjá Framsókn og Vinstri grænum gagnvart Sjálfstæðisflokknum.VG og Framsókn;  vilja  láta Sjálfstæðisflokkinn  hindra framgang sinna stefnumála, ekki nota styrk sinn í miðvinstri stjórn og framkvæma sín stefnumál. Dæmi: VG lagði til í viðræðum við Sjálfstæðisflokk að fjármagsntekjuskattur yrði hækkaður í  30 % Sjálfstæðisfl samþykkti 2 prósentustiga hækkun.Skipti engu máli. Í miðvinstri stjórn hefði  30%  verið samþykkt.Sama er að segja um hátekjuskatt.Miðvinstri stjórn hefði samþykkt hann.Miðvinstri stjórn hefði einnig getað ákveðið  auðlegðarskatt. Sennilega hefðu bæði VG og Framsókn getað samþykkt einhverja hækkun á veiðigjaldi en Sjálfstæðisflokkurinn kemur í veg fyrir slíka hækkun. MÖO: Miðvinstri stjórn hefði geta tekið  peninga þar sem þá er að finna,aukið tekjujöfnuð.. VG vill  auka tekjujöfnuð  og sennilega vill Framsókn það líka en einhver vantmetakennd heldur aftur af þessum flokkum.Þeir telja,að  þeir verði að hafa Sjálstæðisflokkinn eins og einhvern stóra bróður eða stóra pabba með sér. 

  VG ætlaði aldrei ætlað  að mynda neina miðvinstri stjórn.Allt frá  samþykkt var á flokksþingi að VG vildi leiða stjórn,var stefnan tekin á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Viðræður við aðra flokka  áður voru til málamynda.Margar ástæður eru fyrir því,að VG hefur  mikinn áhuga á  að fá forsætisráðherra,meiri áhuga á því en að koma fram stefnumálum sínum.Þetta var alltaf draumur leiðtoga Alþýðubandalagsins og Sósialista. En þegar formenn Alþýðubandalagsins fengu umboð til stjórnarmyndunar á árum áður var alltaf tekið fram,að þeir fengju ekki forsætisráðherrann; hann félli ekki í hlut kommúnista eða sósialista.Katrin ætlar ef til vill að sýna,að „ sósialisti“ geti orðið forsætisráðherra.  Þetta er dýrkeyptur hégómi.Til  að fá þessum metnaði, hégóma, fullnægt verður VG að fórna mörgum stefnumálum og ráðuneytum; Sjálfstæðisflokkurinn  fær 5 ráðuneyti, valdamesta ráðuneytið,fjármálaráðuneytið. VG fær  2 fagráðuneyti og forsætisráðuneytið,sem er valdalaust. Forsætisráðherra er aðeins fundarstjóri ríkisstjórnarinnar .Það hefur sýnt sig áður að þegar ekki fylgir nægur þingstyrkur forsætisráðueyti er embættið alveg valdalaust.Framsóknarflokkurinn fékk forsætisráuneytið 2004 þó flokkurinn væri miklu minni en Sjálfstæðisflokkurinn.Halldór Ásgrímsson varð þá forsætisráðherra en það varð honum  ekki til góðs.Framsókn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum á eftir. Halldór Ásgrímsson varð að láta af störfum sem formaður Framsóknar  í kjölfarið. Hégóminn reyndist dýrkeyptur.

Björgvin Guðmundsson
 
Birt í Mbl.20.desember 2017
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband