Lög brotin á öldruðum og öryrkjum 2015; lög brotin á þeim nú!

Margir undrast það hve mikill munur er á launahækkunum,sem kjararáð úrskurðar og þeim sem eru ákveðnar á grundvelli 69.gr. laga um almannatryggingar.Kjararáð hefur verið að úrskurða margra tuga prósenta hækkanir fyrir embættismenn,stjórnmálamenn,dómara o.fl. en ríkisvaldið hefur á sama tíma ákveðið innan við 10% hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja,t.d. nú 4,7% hækkun.Hækkanir,sem kjararáð ákveður eru oftast afturvirkar í langan tíma en hækkanir á lífeyri aldraðra og öryrkja eru aldrei afturvirkar; heldur þarf fremur að bíða nokkurn tíma eftir þeim hækkunum.Athugun leiðir í ljós,að þessi mismunun,þetta misrétti er ekki nýtt af nálinni. Til dæmis var þetta einnig á þennan hátt 2015,þegar nær öll stéttarfélög landsins sömdu um miklar launahækkannir.Þá hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3% í janúar það ár og ekki meira á árinu; lágarkslaun hækkuðu um 14,5% í mai 2015.Ýmsar aðrar stéttir sömdu um miklu meiri hækkanir,t.d. framhaldsskólakennarar um 44% á 3 árum,grunnskólakennarar um 33% á 3 árum og 11% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar;nýlæknar sömdu um 25% hækkun og aðrir læknar um 40%,hjúkrunarfræðingar sömdu um 23,9% á 4 árum,  BHM fékk 13% a 2 árum og Mjólkurfræðingar 18% hækkun svo helstu stéttarfélgin séu nefnd.En aldraðir og öryrkjar fengu ekki frekari hækkun á árinu þrátt fyrir lagaákvæðið um  að lífeyrir ætt að hækka í samræmi við launaþróun. Lífeyrir var næst hækkaður í janúar 2016 um 9,7% en um svipað leyti voru lágmarkslaun hækkuð á ný um 9,2%.Þarna var því í gangi gróf mismunun og misrétti eins og nú.Það var verið að brjóta lög á öldruðum ög öryrkjum 2015  og það er verið að bjóta lög á þeim nú.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband