VG kaus að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir aðild þess flokks að hneykslismálum

Stöð 2 valdi í dag Me too (ég líka) hreyfinguna mann ársins. Var þetta tilkynnt í Kryddsíld í dag og fulltrúar Me too á Íslandi voru mættir þar til þess að taka við viðurkenningunni.Þessir fulltrúar voru frumkvöðlar hreyfingarinnar á Íslandi.Á stuttum tíma voru dregin fram dæmi um kynferðislega áreitni á Íslandi og jafnframt dæmi um kynferðislegt ofbeldi.Dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar veitti dæmdum barnaníðingi uppreist æru.Mikil leyndarhyggja var í kringum það mál og hliðstætt mál.Þessi mál drógu dilk á eftir sér og leiddu til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu.Eðlilegt hefði verið,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið utan stjórnar um skeið eftir aðild að framangreindum hneykslismálum.VG leit ekki svo á.Flokkurinn kaus að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn með því að halda honum í stjórn.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband