Aldraðir og öryrkjar þurfa kjarabætur strax!

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur þá stefnu,að athuga eigi kjör þeirra,sem verst eru staddir, í vor.Það er of seint.Það verður að gerast strax.Þú biður ekki þá,sem hafa hungurlús til þess að lifa af, að bíða.Lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er svo lágur,að enginn leið er að lifa af honum.Ríkisstjórninni ber skylda til þess að leiðrétta hann strax; ekki í vor.Sama er að segja um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fátæk börn.Ríkisstjórnin ætlar að setja það mál í nefnd!!Það er fáheyrt.Þú setur ekki mál þeirra,sem hafa ekki nóg að borða,í nefnd.Þú leysir það mál strax.

Það á strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 325 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum (420 þúsund  á mánuði fyrir skatt)Með því að þingið er ekki að störfum verður að gefa út bráðabirgalög.Þetta mál þolir enga bið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband