Lífeyrir hækkar minna en lágmarkslaun!!

Nú um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra um 4,7%,ekki vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar heldur vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Sigurðar Inga 2016 í tengslum við ný lög um almannatryggingar.En þessi smánarhækkun er eins og aðrar hækkanir,sem stjórnvöld hafa skammtað öldruðum undanfarin ár, alltof lág og kemur alltof seint.Hún nær ekki einu sinni hækkun  lágmarkslauna verkafólks en sú hækkun  nemur 7,1%. Það er m.ö.o. alltaf verið að níðast á öldruðum,sérstaklega þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum og ná ekki endum saman.Og það heldur áfram þó Vinstri græn séu komin í stjórnina og breytir engu þó VG hafi forsætisráðherrann.Þetta er nákvæmlega sama útkoma og hefði verið hjá íhaldinu einu eða með öðru íhaldi með sér.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband