Árangur Bjartrar framtíðar í samstarfi við íhald: 0; árangur VG með íhaldi:0

Þegar Björt framtíð og Viðreisn gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn gerðu flokkarnir þau mistök,að þeir settu engin skilyrð fyrir stjórnaraðildinni.Þeir settu ekki þau skilyrðu,að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB og þeir settu ekki það skilyrðu,að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt verulega.Afleiðing þessara mistaka urðu þau,að hvorugt þessara mála náði fram að ganga í stjórninni og Björt framtíð og Viðreisn fengu engum af helstu stefumálum sínum framgengt.

 Þegar Vinstri græn gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn gerðu þau sömu mistökin.VG setti engin skilyrði fyrir stjórnarsamstarfinu.Þess vegna situr VG nú í stjórn með íhaldinu án þess að koma nokkru af sínum stefnumálum fram.Engin hefðbundin stefnumál VG eru í stjórnarsáttmálannum.

Nýja stjórnin hefur setið í rúman mánuð. En stjórnin hefur ekkert gert fyrir aldraða og öryrkja.Nýja stjórnin hefur ekki hækkað lífeyri þessara aðila um eina krónu.Sú smánarbreyting,sem átti sér stað um áramót á kjörum aldraðra og öryrkja er vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Sigurðar Inga  frá 2016.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband