Brýnast að bæta kjör þeirra,sem verst standa

 

Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag.Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra,sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi í dag.
Það eru 6000 börn,sem búa við fátækt á Íslandi í dag.Það er smánarblettur á íslensku þjóðfelagi.Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin ætlar að gera!
Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Þeir,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR.Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð) Það lifir enginn af þessari upphæð.Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot.Rikisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor.Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag með útgáfu bráðabirgðalaga úr því þingmenn þurfa miklu lengra jólafrí en allir aðrir landsmenn. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn.Það verður að gerast strax. Að lokum vil ég nefna lægstu laun .Þau eru einnig óásættanleg og verður að hækka.Þau eru eftir skatt 234 þúsund á mánuði.Ef verkalýðshreyfingin leiðréttir ekki þau laun þarf að setja lög um lágmarkslaun og hækka þessi laun verulega.
Til hvers fór VG í þessa ríkisstjórn? Ekki til þess að leysa þessi brýnu mál,sem hér hafa verið rakin.VG hefur einhverjar aðrar áherslur,sem minna máli skipta.VG hefur ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja það sem af er ,ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband