Stjórnarskráin brotin á öryrkjum!

Árið 2016 var ríkisstjórn Sigurðar Inga,sem þá var við völd,búin að tilkynna að hún ætlaði að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öldruðum og öryrkjum í kerfi almannatrygginga.Það átti að koma fram í nýjum lögum um almannatryggingar.En skömmu áður en lagafrumvarpið var lagt fram ákvað ríkisstjórnin að hætta við að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum.Hvers vegna? Jú,vegna þess að Öryrkjabandalagið vildi ekki fallast á kröfu ríkisstjórnarinnar um að fallast strax á starfsgetumat fyrir öryrkja.M.ö.o.;:Það var verið að refsa öryrkjum.Það er fáheyrt!Með þessu athæfi og með þessum vinnubrögðum var ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að brjóta af sér á tvennan hátt: Í fyrsta lagi er verið að brjóta stjórnarskrána með því að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öldruðum en ekki öryrkjum eins og yfirlýst hafði verið.Í öðru lagi var Öryrkjabandalagið beitt skoðanakúgun með því að gera það að skilyrði fyrir afnámi krónu móti krónu skerðingar gagnvart öryrkjum hjá TR,að öryrkjar samþykktu starfsgetumatið. Ekki hafa lengi átt sér stað svo gróf brot stjórnvalda og hér um ræðir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband