Ríkisstjórn VG frestar brýnustu málunum!

Þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því á alþingi hvort rikisstjórnin ætlaði að gera eitthvað strax til þess að leysa vanda þeirra sem verst eru staddir í þjóðfélaginu,svaraði hún: Það verður athugað í vor,í tengslum við fjármálaáætlun!Í  kosningabaráttunni töluðu margir flokkar um nauðsyn þess að útrýma barnafátækt en 6000 börn búa við fátækt á Íslandi.Í stjórnarsáttmálanum kemur fram,að ríkisstjórnin vísar þessu brýna máli í nefnd; m.ö.o þessi brýni vandi á að veltast í nefnd í 1-2 ár! Og síðan bætist það við að eitt af kosningaloforðunum (Framsóknar) þ.e. lækkun tannlæknakostnaðar aldraðra eða afnám hans (loforð Framsóknar) á að fara í starfshóp, sem Svandís ætlar að skipa.M.ö.o: Öllum brýnustu málum er frestað.Ef einhver manndómur væri í ríkisstjórn Katrínar mundi hún kalla saman þingið strax og láta hækka lífeyri aldraðra og öryrkja,þeirra,sem minnstan lífeyri hafa og tæplega eiga fyrir mat,verða iðulega að neita sér um lyf eða læknishjálp.VG hefur fengið fylgi út á að vera róttækur vinstri flokkur og bera hag þeirra,sem minnst mega sín fyrir brjósti.Þess vegna ber flokknum skylda til þess að taka vanda þeirra,sem verst eru staddir,fyrir strax,ekki í vor og ekki 22.eða 23.janúar,heldur strax.Það þolir enga bið.Ríkisstjórnn átti að hækka lífeyri aldraðra og 0ryrkja strax í jólamánuðinum.En þá var lífeyrir ekki hækkaður um eina krónu af ríkisstjórn VG.Þeir sem verst voru staddir meðal aldraðra og öryrkja höfðu 197 þús kr eftir skatt,giftir og 230 þúsund kr eftir skatt einhleypir.Með því að ríkisstjórn VG gerði ekkert í þessu máli í desember á hún a gera það núna STRAX.Jólafrí þingmanna er orðið nógu langt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband