Sönnun fyrir því,að lífeyrissjóðir áttu að vera viðbót við almannatryggingar!

GOTT INNLEGG í MÁLAFERLI

Lítið er um skrifleg gögn því til staðfestingar að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.En slík gögn eru nauðsynleg ef til málaferla kemur vegna skerðinga,sem margir eldri borgarar telja óheimilar.

 Hér fara á eftir athugasemdir við lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.Þessar athugasemdir eru sönnun þess,að lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingarnar og því er skerðing lífeyris almannatrygginga hjá þeim,sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði,óheimil með öllu.Ættu þessar athugasemdir að vera gott innlegg í málaferli um þetta mál.

"Frumvarp til laga [222. mál] um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. (Lagt fyrir Alþingi á 83. löggjafarþingi, 1962-1963.)

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Frumvarp þetta er samið af stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, þeim Hákoni Guðmundssyni, hæstaréttarritara, Guðmundi Guðmundssyni, tryggingafræðingi og Sigtryggi Klemenzsyni, ráðuneytisstjóra. Fylgdi því svo hljóðandi greinargerð: Hinn 13. september 1961 ritaði fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins svo hljóðandi bréf

„“Þegar skerðingarákvæðin féllu úr gildi, 1. janúar 1961, kom sú skoðun víða fram, að opinberir starfsmenn ættu að gerast fullgildir aðilar að almannatryggingunum, en lífeyrissjóðir þeirra starfrækjast áfram sem viðbótartrygging. Í frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, hefur verið farið inn á þessa braut, og liggja til þess ýmsar ástæður. Frá sjónarmiði almannatrygginganna er það að mörgu leyti óæskilegt, að til séu vissir hópar manna, sem hafi þar sérstöðu, enda er nú stefnt að því að afnema það með breytingu á lögunum um almannatryggingarnar. „“

Breytingar laganna eru við það miðaðar, að tryggja opinberum starfsmönnum, sem lög þessi taka til, og eftirlátnum mökum þeirra og börnum, viðhlítandi ellilífeyri og maka- og barnalífeyri, án þess að stöðugt þurfi nýja lagasetningu um uppbætur á lífeyrinn. Þessu er reynt að ná með eftirtöldum ráðstöfunum: En ætla má, að lífeyrir almannatrygginganna verði í meginatriðum látinn taka breytingum í samræmi við breytingar á kaupmætti krónunnar.

 2) Reglan um að miða ellí-, örorku- og makalífeyri við meðaltal síðustu 10 ára er felld niður og þess í stað miðað við síðustu laun sjóðfélagans.

3) Gert er ráð fyrir, að ef almenn hækkun verður á launum opinberra starfsmanna, skuli lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum hækka á tilsvarandi hátt, en ríkissjóður endurgreiða sjóðnum þá hækkun á lífeyrisgreiðslum, sem af því leiðir. Samanlagður ellilífeyrir úr sjóðnum og almannatryggingalífeyrir fyrir einhleypan karlmann, sem starfað hefur 30 ár í þjónustu ríkisins, verður um 75 % af síð- ustu launum. En sé um hjón að ræða, sem bæði eiga ellilífeyrisrétt hjá almannatryggingunum, verður samanlagður lífeyrir þeirra misjafn eftir launa flokkum, frá 85 % í hæsta launaflokki og upp undir 100% í lægsta launaflokki, miðað við nú- gildandi launalög. Þess ber þó að geta, að giftir lífeyrisþegar eru varla til í lægra launaflokki en 12., og örfáir úr honum. Lífeyrir hjóna verður því á bilinu 85% til 95 % af síðustu launum fyrir 30 ára starfstíma. Meðalellilífeyrir fyrir alla launaflokka, og gifta og ógifta til samans, má ætla að verði mjög nálægt 80 % af síðustu launum, miðað við 30 ára starfstíma." 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband